Sagan

EB kerfi var stofnað árið 1992 af Einari Björnssyni og fagnar því 27 ára afmæli nú um þessar mundir.

Fyrirtækið hefur frá upphafi sérhæft sig í hljóð- og ljósakerfum en í tímans rás hefur þjónustan verið aukin til mikilla muna og er nú boðið upp á alhliða hljóð-, ljósa- og myndlausna hvort heldur sem er fyrir öll tækifæri hvort heldur leigu eða sölu . Fram að stofnun EB hafði Einar verið meðlimur í hljómsveitum í rúm fimm ár og þá þegar farin að myndast mikil eftirspurn í tónlistageiranum eftir leiguþjónustu með hljóðkerfi. Því fór hann af stað og byrjaði á að kaupa lítinn búnað sem þá var í eigu hljómsveitar sem hann hafði verið starfrækur við. Hóf hann þá leigu út til hljómsveita á borð við Björgvin Halldórsson og fleiri minni aðila. Sjálfur hefur hann unnið sem hljóðmaður síðastliðin 25 ár og þannig öðlast mikla reynslu, og sérhæft sig í þekkingu innan þess markaðar, samhliða rekstri fyrirtækisins.

Árið 1995 má segja að þáttaskil hafi orðið í rekstri fyrirtækisins þegar það fékk umboð fyrir EAW (Eastern Acoustic Works) sem er einn virtasti framleiðandi hátalara í heiminum í dag. Á síðari árum hafa síðan mörg öflug umboð bæst á listann og má þá nefna, Powersoft, SGM, Optoma, LDR, LitecTruss, Australian Monitor, Audac o.fl. Nú er svo komið að fyrirtækið heldur úti söludeild bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Hjá EB starfa nú um 10 manns fast- og lausráðnir, allir með góða reynslu af hljóð og ljósavinnslu. Fyrirtækið hefur aðsetur á Selfossi, og hefur okkur tekist að þjónusta markaðinn á höfuðborgarsvæðinu mjög vel, með nær daglegum ferðum milli Selfoss og Reykjavíkur.

Að þeim sökum er sérstaða okkar persónuleg og góð þjónusta við viðskiptavinin er framar öllu